KERFISSTJÓRN

Tölvubrautin er í samstarfi við alþjóðlega tæknifyrirtækið Cisco. Við undirbúum nemendur fyrir próftöku í alþjóðlegum vottunum í upplýsingatækni frá Cisco, Linux Professional Institute, CompTIA og Microsoft.


Tölvutækni - vinnulag og Linux

Í áfanganum læra nemendur að setja upp og nota Linux stýrikerfið. Þeir kynnast grunnatriðum í skriftum í Linux. Einnig er farið í útgáfustýringar með git.

Tölvutækni - vélbúnaður og Windows

Nemendur setja saman tölvu, setja upp stýrikerfi, uppfæra BIOS, rekla og stýrikerfi. Tengdar eru saman tvær eða fleiri tölvur, þannig að þær geti haft samskipti sín á milli. Nemendur vinna þá með skriftur í Windows.

Tölvutækni - undirstöðuatriði netkerfa

Í áfanganum er farið í undirstöðuatriði netkerfa. Farið er yfir hvernig netbúnaður hefur samskipti, vistföng og algengar netþjónustur.


CCNA - routing and switching essentials

Í áfanganum er megináhersla á samskipti milli beina og skipta í litlu netkerfi. Farið er í innviði og virkni á netkerfisbúnaði, m.a. VLAN, static og dynamic routing, ACL, DHCP og NAT.

Linux - kerfisstjórnun

Farið er í þætti eins og skeljar, skráarvinnslu, skráarvernd, afritun, pípur, síur, ræsingu, lokun, diskastýringar og pakkakerfi.

Windows Server - grunnur

Í áfangum læra nemendur uppsetningu og rekstur Windows Server sem kerfisstjórnun. Megináhersla er lögð á Active Directory, DNS og DHCP þjónustur.

Windows server - netstjórnun og skriftur

Í áfanganum er farið dýpra í reglustýringar, DHCP og DNS. Nemendur læra að skrifa PowerShell skriftur til að setja upp Active Directory, DHCP og DNS.