VERKSMIÐJA

Mekatróník er að ryðja sér meira til rúms í heiminum og er hluti af því sem er kallað 4. Iðnbyltingin. Áfangarnir eru verklegur vettvangur þar sem forritun skarast við vélbúnað.

Verksmiðja I

Farið er í grunnatriðin í rafmagnsfræði og vélfræði. Nemendur læra undirstöðuatriði í lóðun og smíða einfaldar vélar úr mismunandi efnivið. Unnið er með 2D teikni- og hönnunarforrit fyrir framleiðslu frumgerðar (laserskurð).

Verksmiðja II

Í áfanganum er lögð áhersla á tækjasmíði þar sem rafeindabúnaður er notaður við smíðina og forritun með C/C++. Nemendur vinna með örgjörvaborð (arduino) og kynnast rökrásum og íhlutum í rafrásum. Unnið er með 3D hönnunarforrit. Skoðuð eru samskipti milli örgjörvaborða.

Verksmiðja III

Viðfangsefni áfangans er internet hlutanna (e.IoT) sem er samþætting tækja og hugbúnaðar tengda netinu, sem geta greint gögn og upplýsingar úr umhverfinu og miðlað þeim. Unnið er með inntaksgögn frá skynjurum, stýrikerfi, forritun og framsetningu gagna. Nemendur fást við frumgerðasmíð.


Dæmi um verkefni nemenda:

Jólasveinn
Verksmiðja I

Arduino hulstur
Verksmiðja I

Crawler
Verksmiðja I

Geymslukassi
Verksmiðja I

Rocker
Verksmiðja I

Lasertag
Verksmiðja III

Dyrabjalla
Verksmiðja III

Sjálfsali
Verksmiðja III

Pong
Verksmiðja III

Veðurþjónusta
Verksmiðja III