Saga

Það er maður sem heitir Bjössi hann er ný búin að missa vinnuna sína hjá bankanum og ákveður að fara á bar til að drekka niður sorgina. Þegar hann er orðinn blind fullur og ákveður að fara út að labba með bjór í einni hendi og annan í vasanum á leið sinni regst hann á skóg. Eftir að Bjössi er búin að labba í smá tíma rekst hann á helli án þess að fatta að það er inngangur inn í kastala sem hafði gleymst og grafist undir mosa og mold, kastalin er næstum ósýnilegur en þessi kastali inniheldur uppsprettu af töfrakraftinum Euphoria. Það var notað mikið fyrr á öldum en það hefur gleymst hvernig það var notað svo leikmaðurinn notar það eins og sprautu til að bæta upp kraftinn í sér. Maðurinn labbar inn í hellinn án þess að hugsa mikið um hvað getur gerst og þegar hann er kominn inn dettur hann niður í holu sem hann sér ekki þessi holla fer beint niður í kjallarann. Bjössi er núna komin á þann stað að hann getur ekki hoppað upp svo hann hugsar þá að hann verði að leita að næstu leið út enda er það eina sem Bjössi vill gera það er að komast út úr þessum kastala og heim.