Nemendur nota einnig önnur mál ef það hentar verkefnum og búa jafnvel til sín eigin Konscript.
Í áfanganum er farið í undirstöðuatriði forritunar með Python forritunarmálinu.
Kafað er dýpra í forritun með Python sem og unnið með gagnategundir og skrár.
Klasahugtakið er fyrirferðamikið í þessum áfanga og læra nemendur að hanna og útfæra klasa og nota klasasöfn.
Valáfangar þar sem nemendur undirbúa sig fyrir Forritunarkeppni framhaldsskólanna.
Forritunarmálið C++ er mun nær vélbúnaðinum í tölvunni en Python, sem þýðir að hægt er að ná miklum hraða. Unnið er með benda og gagnaskipan.
Í áfanganum er farið í undirstöðuatriðin í JavaScript. Unnið er að þróun gagnvirkra viðmótsforrita.
Farið er yfir þekkt reiknirit (e. algorithms) í tölvunarfræði sem og almenna gagnaskipan. Nemendur kynnast ýmsum gerðum reiknirita, uppbyggingu þeirra og smíði.
Völundarhús
Reiknirit