GAGNASAFNSFRÆÐI

Gagnasafnsfræði - Hönnun og smíði

Í áfanganum kynnast nemendur helstu hugtökum gagnasafnsfræðinnar. Áhersla er lögð á vensluð gagnasöfn og nýtingu þeirra í gegnum fyrirspurnarmálið SQL. Nemendur læra undirstöðuatriði í hönnun gagnagrunna og smíði þeirra.

Gagnasafnsfræði - Gagnasöfn og gagnavinnsla

Í áfanganum kynnast nemendur gagnalíkönum og gagnavinnslu sem ekki endilega er byggð á venslaða líkaninu. Skoðuð eru gagnasöfn (e. data sets) sem finnast á veraldarvefnum og unnið með upplýsingar þaðan.